139. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2010.

fjáraukalög 2010.

76. mál
[15:00]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hér hafa bæði formaður og varaformaður fjárlaganefndar komið upp og flutt hjartnæmar ræður um það hversu mikil tök ríkisstjórnin hefur á fjárlagagerðinni og framkvæmd fjárlaga. Þetta sýnir því miður að við eigum langt í land. Það er einfaldlega þannig að alþingismenn eru enn að stimpla það sem kemur frá framkvæmdarvaldinu. Við höfðum engar forsendur til að meta hvort Íbúðalánasjóður þyrfti raunverulega á þessum hækkunum að halda. Í fyrstu var málið afgreitt án tilkomu fulltrúa Íbúðalánasjóðs, síðan voru þeir kallaðir inn eftir að málið var tekið út og hér er komin breytingartillaga eftir að málið var afgreitt úr nefndinni og formaður fjárlaganefndar flytur það ein.

Þetta er ekki nógu gott, virðulegi forseti, og við eigum að koma skýrt (Forseti hringir.) og hreint fram og viðurkenna að við eigum langt í land með að ná aga og tökum á fjárlagagerðinni.