139. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2010.

fjáraukalög 2010.

76. mál
[15:05]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Frú forseti. Það hefur legið fyrir um nokkurt skeið að ríkissjóður þyrfti að leggja Íbúðalánasjóði til fjármagn. Ég tel að hæstv. ráðherrar hefðu þurft að gera Alþingi fyrr og betur grein fyrir þeim fjárhæðum sem um er að tefla. Við breytum ekki fortíðinni en þegar leggja þarf tugi milljarða í Íbúðalánasjóð ber okkur skylda til að upplýsa um ástæður þessa.

Fyrir Alþingi liggur tillaga um sérstaka rannsókn á starfsemi Íbúðalánasjóðs síðustu árin. Í trausti þess að sú tillaga verði samþykkt segi ég já.