139. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2010.

samkeppnislög.

131. mál
[21:21]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Ég veit af langri reynslu minni í atvinnulífinu að fyrirtæki geta misnotað aðstöðu sína án þess að brjóta beint gegn bannákvæðum Samkeppniseftirlitsins eða samkeppnislaganna. Hér er verið að veita Samkeppniseftirlitinu heimild til að takast á við vandkvæði sem koma upp út af því.

Ég ætla að koma að gestunum sem þingmaðurinn segir að hafi ekki verið boðaðir á fundinn. Það náðist ekki í annan, hinn gat ekki mætt á síðustu stundu. Þingmanninum og hv. þingmönnum var lofað að þessir gestir kæmu á milli 2. og 3. umr. Þess vegna er ósanngjarnt að halda því fram og ekki rétt að gestir hafi ekki verið boðaðir eftir beiðni hv. þingmanns.