139. löggjafarþing — 44. fundur,  8. des. 2010.

flutningur Landhelgisgæslunnar og Almannavarna.

[10:50]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Það þarf ekki að brýna okkur í þessu efni en hv. þingmaður bendir á ýmsa þætti sem hér koma til álita. Hann bendir á að það gæti verið kostur að flytja samræmingarstöðina úr Skógarhlíð suður á Miðnesheiði. Það er nú meira en að segja það, það kostar athugun. Ég ítreka að við ætlum ekki að hrapa að neinu í þessum efnum en málið er í markvissum farvegi.