139. löggjafarþing — 44. fundur,  8. des. 2010.

mannvirki.

78. mál
[11:10]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég undirritaði nefndarálit og breytingartillögur sem liggja fyrir við 2. umr. með fyrirvara. Það laut m.a. að því að málið kæmi til umræðu í nefndinni aftur milli 2. og 3. umr. og það voru ákveðin álitaefni sem voru skilin eftir í meðförum nefndarinnar. Þó að talsvert hafi verið unnið í þeim voru þau ekki endanlega leidd til lykta. Ég mun greiða atkvæði með breytingartillögum sem fram koma við 2. umr. og styðja þær. Mér er hins vegar kunnugt um að ýmsir í þingflokki mínum munu sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu, einmitt í ljósi þess að málið á eftir að fara til frekari meðferðar í nefndinni og mun því ekki vera komið í endanlega mynd.

Ég mun sjálfur greiða (Forseti hringir.) atkvæði með málinu á sömu forsendum og ég undirritaði nefndarálitið og breytingartillögur á sínum tíma.