139. löggjafarþing — 44. fundur,  8. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:19]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef eins og aðrir vissulega áhyggjur af hagspám sem eru svartsýnni en sú hagspá sem við miðum við, þ.e. hagspá frá Hagstofunni. Við höfum líka fengið bjartsýnni hagspár eins og t.d. frá Seðlabankanum. En vissulega hef ég áhyggjur af því að forsendur muni ekki halda. Það er áhyggjuefni en það eru engin merki um annað samt sem áður en að hagvöxtur muni hægt og bítandi halda áfram að vaxa. Ég tel ekki að það sé neitt í fjárlagafrumvarpinu eða aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem ætti að tefja fyrir þeim bata.