139. löggjafarþing — 44. fundur,  8. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:26]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú er unnið að útfærslu á þessu samkomulagi. Ég veit að því er ekki lokið þó að viðræður hafi hafist við sveitarfélög og menntastofnanir á Suðurnesjum um útfærslu þessa verkefnis. En stóra hugmyndin er sú að kortleggja menntun á Suðurnesjum og hvar þörfin er, hvernig ná megi samlegðaráhrifum með samstarfi stofnananna, og þá er ég að tala um Keili, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. (ÞKG: Hvar verða sérfræðingarnir?) Mér er bara ekki kunnugt um hvar þeir muni verða en það er von mín að þeir verði á Suðurnesjum. Ég mun beita mér fyrir því að það verði ekki sérfræðingar í Reykjavík sem stýri þessu verkefni heldur verði samfélagið allt með í þessum breytingum.