139. löggjafarþing — 44. fundur,  8. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:33]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni að það þarf að breyta vinnulaginu við vinnu við frumvarp til fjárlaga. Hópurinn sem starfaði áður en þessi vinnutörn hófst þarf að hefja vinnu aftur í janúar og það þarf að fara yfir þessi mál.

Hv. þingmaður talar um fjáraukalögin. Ein leið til að koma í veg fyrir að við séum að taka ákvarðanir eða samþykkja eða blessa eitthvað sem búið er að gera er að taka fjáraukalög upp nokkrum sinnum á ári. Það er ein leið. En þetta þurfum við allt að fara yfir, aðkomu þingsins að fjárlagagerðinni, og síðan eftirlitinu með framkvæmd fjárlaganna.