139. löggjafarþing — 44. fundur,  8. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[16:40]
Horfa

Forseti (Siv Friðleifsdóttir):

Vegna orða hv. þingmanns í upphafi ræðu um að þingfundur væri lokaður er nauðsynlegt að fram komi að það hlýtur að vera á misskilningi byggt. Forseti vill koma því á framfæri að áheyrendapallar eru lokaðir samkvæmt 70. gr. þingskapa í kjölfar óláta sem hér urðu. Fundur Alþingis er sendur út á vef Alþingis og í sjónvarpi og útskrift þingræðna birt á vefnum.