139. löggjafarþing — 44. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[00:07]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef svo sem ekki miklu að bæta við það sem ég sagði í svari við andsvar hv. þingmanns. Ég vil enda mitt andsvar á því sem ég sagði áðan, og var miðkafli ræðu minnar, um atvinnuuppbyggingu, að atvinnulífið fari á fulla ferð og aukinn hagvöxtur myndist. Það er allt of mikið um að við séum að kenna hvert öðru um þetta, stjórnarandstaða gagnrýnir stjórn og stjórn stjórnarandstöðu. Við skulum bara átta okkur á því, virðulegi forseti, að eftir þessa kreppu og krísu er kannski ekkert óeðlilegt að ýmislegt hökti í gang. Mér finnst ekkert óeðlilegt að erlendir lánardrottnar séu ekkert voðalega kátir og hlaupandi á eftir okkur til að taka á móti okkur til að lána okkur til framkvæmda sama hvort það er í orkumálum eða öðru. Það er ósköp eðlilegt að þeir aðilar sem eru kannski að afskrifa 8 þús. milljarða kr. í sínum bókum vegna Íslands séu ekkert með biðstofuna galopna og hurðina opna inn á skrifstofu um leið og Íslendingar koma. En vonandi fer það að skána.