139. löggjafarþing — 44. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[02:40]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef oft verið ásökuð um að vera afskaplega svartsýn manneskja. Sérstaklega þar sem ég hef talað um meiri samdrátt í hagkerfinu en aðrir hafa viljað halda að sé raunverulegur. Ég held að ég hafi hitt fyrir annan hv. þingmann sem er svartsýnni en ég. Hann heldur því fram að það muni ekki verða neinar róttækar breytingar á fjárlagafrumvarpinu þegar það kemur til 3. umr.

Ég hef í sjálfu sér ekki mótað mér skoðun á því hvernig ég mun greiða atkvæði eftir 3. umr. Ég ætla að skoða breytingartillögurnar sem koma frá fjárlaganefnd og meta stöðuna í ljósi þeirra.