139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[14:08]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði eftir 2. umr. um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2011 og stærstu breytingarnar eru þær að nú er búið að hrinda aðför hæstv. ríkisstjórnar að heilbrigðismálum á landsbyggðinni. Sérstaklega ber að fagna því að þau áform hæstv. ríkisstjórnar gengu ekki eftir. Hins vegar er mjög mikilvægt og bersýnilegt að skattahækkanir og skattpíningarstefna vinstri stjórnarinnar ganga ekki að upp. Þess vegna er mikilvægt að milli 2. og 3. umr. verði rætt í hv. fjárlaganefnd af heilindum um þær tillögur sem við sjálfstæðismenn höfum lagt fram um að skipta hér um kúrs og gera þetta með öðrum hætti til að koma efnahagslífinu í gang aftur til þess að hægt sé að rísa undir þeirri velferð sem nauðsynleg er. Það er mjög mikilvægt að menn átti sig á því hvaða afleiðingar þessi stefna er búin að hafa og fari nú að kveikja á þeim ljósum sem nauðynlegt er þannig að menn snúi af braut og hætti þessari skattpíningarstefnu gagnvart heimilunum og fyrirtækjunum í landinu.