139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[14:25]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Það er mjög mikilvægt að laga stöðu ríkissjóðs. Sú stefna sem ríkisstjórnin tók strax í byrjun var að skattleggja, skattleggja, skattleggja og skera niður. Vandi þessarar þjóðar er skortur á atvinnu og það eru hættuleg merki í gangi um að fjárfesting sé í lágmarki. Við verðum að stuðla að fjárfestingu og þess vegna erum við á móti eignarsköttum, fjármagnstekjuskatti, skatti á hagnað fyrirtækja, tryggingagjaldi o.s.frv. Alveg sérstaklega erum við á móti þeirri gífurlegu flækingu á skattkerfinu sem þessi ríkisstjórn hefur tekið upp og kostar þjóðina heilmikið. Við erum á móti því, en við erum hins vegar með hugmyndir um að laga þetta allt saman með því að skattleggja séreignarsjóðina og falla frá öllum þeim skattahækkunum sem vinstri stjórnin hefur tekið upp og öllu því flækjustigi sem hún hefur búið til þannig að hér fari að skapast atvinna og fólk geti borgað af lánum sínum og leigu.