139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[14:32]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Virðulegi forseti. Það dylst engum sem kynnir sér þetta frumvarp að í því felst auðvitað aðför að fólki og fyrirtækjum í landinu Í þessu skattpíningarfrumvarpi eru gamlir skattar hækkaðir, nýir búnir til og afnumdir skattar snúa til baka.

Tíundin er t.d. elsti skattur Íslandssögunnar sem varði um aldir, einhver ósanngjarnasti og óeðlilegasti skattur sem þekkst hefur í íslenska skattkerfinu, (Gripið fram í: Tíundin?) enda bitnaði eignarskatturinn sem áður hét tíundin verst (Gripið fram í: Sögu…) á eldra fólki. Nú snýr (Gripið fram í.) tíundin aftur og af meiri þunga en áður (Gripið fram í: Lestu …) og ríkisstjórnin hefur ekki einu sinni dug í sér til að hlífa gamla fólkinu. Hún hugsar (Forseti hringir.) einungis um að hækka skatta og það er það eina sem þessi vinstri stjórn kann að gera.