139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[14:35]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Frú forseti. Ég tel ástæðu til að benda á og fagna því að fjárlaganefnd skuli í lið 00-201 sem snertir Alþingi hafa tekið tillit til þeirra óska sem fram komu af hálfu forseta þingsins og forsætisnefndar. Þetta er tákn um að fjárlaganefnd sé sammála því sem við greiddum atkvæði um í septemberlok um sjálfstæði þingsins. Ég legg áherslu á að fyrir góða hluti á að þakka og mér finnst þetta vera skref í rétta átt. Væntanlega gerir Alþingi sjálft síðar fjárhagsáætlun fyrir Alþingi sem löggjafarvald en ekki framkvæmdarvaldið. (Gripið fram í: Og …?) (Gripið fram í: Heyr, heyr.)