139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[14:40]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Við efnahagshrunið varð ljóst að ýmislegt var að í stjórnkerfinu okkar. Áðan auðnaðist okkur að ná samstöðu á Alþingi um að styrkja löggjafarvaldið. Hér erum við að greiða atkvæði um að styrkja stjórnlagaþing. Það er einn af þeim þáttum sem við ætluðum að nota til að styrkja kerfið okkar og breyta stjórnarskránni. Ég var á því að við gætum rökrætt hvort kosningin hefði tekist eða ekki. Ég bind hins vegar miklar vonir við að stjórnlagaþingið skili af sér jákvæðum tillögum og þess vegna segi ég já við þessari aukningu.