139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[14:41]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Frú forseti. Mig langar að minna á mikilvægi þess að stjórnlagaþingið fái það svigrúm sem það þarf til að skila okkur nýjum samfélagssáttmála, að taka á öllum álitamálum varðandi stjórnsýslu okkar og ég tek undir orð hv. þingmanns um að við bindum vonir við stjórnlagaþingið og afskrifum það ekki þrátt fyrir hvernig sumir hafa gagnrýnt kosninguna til þess.

Ég held að það sé mjög mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að við erum í ákveðinni endurbyggingu á samfélaginu. Hér hrundi allt og það er gríðarlega mikilvægt að við horfumst í augu við að það kostar að hafa virkt lýðræði.