139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[14:56]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Frú forseti. Hér eru nafnabreytingar í frumvarpi hæstv. menntamálaráðherra um fjölmiðlalög. Það er ekki lengur talað um Fjölmiðlastofu, heldur fjölmiðlanefnd. Hins vegar er ekkert í þeim stjórnsýslupakka sem breytir stöðunni frá því sem upphaflega var áætlað um eftirlitshlutverk Fjölmiðlastofu. Hér eru eingöngu skipti á nöfnum. Það að hér séu dregnar frá 11,5 millj. kr. er einfaldlega vegna þess að svokölluð fjölmiðlanefnd tekur ekki til starfa fyrr en lögin taka gildi sem verður líklega 1. maí eftir því sem fram kemur í frumvarpinu. Hér er í sjálfu sér um engan niðurskurð að ræða og engar breytingar á Fjölmiðlastofu. Fjölmiðlanefndin er sama eftirlitsstofnunin og Fjölmiðlastofu var hugsað að verða. Ég segi nei.