139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[15:04]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Ég tek 100% undir með þeim þingmönnum sem töluðu á undan. Ég vil bæta við að það skortir gífurlega á eftirlitshlutverk þingsins með því í hvað þessir peningar fara, hvort þessir viðburðir og verkefni verði að veruleika. Það er ekki nokkur maður sem athugar það. Ég var með fyrirspurn í þinginu í fyrravetur um styrki til útgáfumála og í ljós kom að milljónatugum hafði verið varið í styrki á bókum sem aldrei hafa litið dagsins ljós.