139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[15:18]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Ég vildi vekja athygli þingheims, og þá meiri hluta fjárlaganefndar, á því að með þessum hætti er verið að leggja niður Framleiðnisjóð landbúnaðarins og þar með að stóru leyti rannsóknarfé til þeirra sem starfa í þeim geira. Þeir sem starfa hjá Landbúnaðarháskólanum og í tengdum verkefnum sækja gjarnan í þennan sjóð. Það hefði auðvitað verið eðlilegra að fyrir lægi stefnumörkun í þessum geira áður en fjárlaganefnd tæki sig til og legði slíkan sjóð niður.