139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[15:28]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F):

Frú forseti. Hér er lagt til að leggja umboðsmanni skuldara til 100 millj. kr. og veitir svo sannarlega ekki af því í ljósi þess hversu umfangsmikill vandi er hjá heimilunum í landinu.

Við þessa atkvæðagreiðslu sýnir sig kannski hvað best hvað aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna er farið að kosta samfélagið. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Hér er verið að leggja til hundruð milljóna króna til að aðstoða skuldug heimili vegna þeirra aðgerða eða þess aðgerðaleysis sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir. Þetta er farið að kosta skattgreiðendur gríðarlega háar upphæðir. (ÓÞ: En aðgerðir fyrri ríkisstjórna?) Aðgerðir fyrri ríkisstjórna, kallar hv. þm. Ólína Þorvarðardóttir fram í. Ég held að hún ætti að líta sér nær og horfa á hrópandi aðgerðaleysið sem við höfum þurft að horfast í augu við allt frá hruni og nú er það svo að vegna þessara flóknu lausna (Forseti hringir.) sem verið er að boða eru þúsundir heimila í vandræðum í dag.