139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[15:30]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Í fyrrasumar vann hv. félagsmálanefnd afskaplega mikið að því að finna lausn á vanda þeirra heimila sem eru í mestum vanda. Upp úr því spratt umboðsmaður skuldara og hér erum við að leggja til aukin fjárframlög til þess starfs. Hins vegar var felld tillaga frá mér og fleirum um að gera umsóknarferlið mjög einfalt. Allar þær upplýsingar sem umboðsmaður skuldara krefst eru nefnilega til í kerfinu og í rauninni er nóg að fólkið komi með kennitöluna. Umboðsmaður hefur heimild til að leita að öllu hinu. Í stað þess er fólk núna látið bisa með margar möppur af skjölum með upplýsingum sem eru til á rafrænu formi. Þess vegna get ég ekki greitt atkvæði með þessu, þessi kostnaður er búinn til af stjórnarmeirihlutanum.