139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[15:38]
Horfa

félags- og tryggingamálaráðherra (Guðbjartur Hannesson) (Sf):

Hæstv. forseti. Ég tel mikilvægt að taka fram að hér er óskað eftir því við Alþingi að menn fái leyfi til að nýta Framkvæmdasjóð aldraðra til að nota til greiðslu við hjúkrunarrými til að milda þann niðurskurð sem boðaður hafði verið í frumvarpinu um heilbrigðismálin í heild. Þetta á ekki að skerða á einn eða neinn hátt það framkvæmdafé sem sjóðurinn hefur, þ.e. menn hafa getað sinnt þeim umsóknum sem hafa borist. Ég held að það sé mikilvægt að menn átti sig á að eingöngu er verið að nýta fjármuni til gagns við aldraða í landinu til að milda niðurskurðinn. Ég vona að menn geti sæst á að það sé góð leið.