139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[15:44]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða málaflokk sem verður að leggja mikla rækt við og mikla alúð. Það þarf líka að tryggja það í breytingunum að jafn sé samningsréttur þeirra aðila sem reka sjálfstæða þjónustu í þessum efnum og þá í samvinnu og samstarfi við ríkið. Ég nefni til að mynda Sólheima í Grímsnesi sem eru á heimsmælikvarða í þjónustu hvað varðar aðbúnað við það fólk sem þar er. Þetta þarf að tryggja í framgangi málsins. Ég treysti að svo verði og greiði því atkvæði með þessum lið.