139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[15:47]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Frú forseti. Ég vek athygli þingheims á því að hér er horfið frá þeim tillögum sem komu fram í fjárlagafrumvarpi um skerðingu á fæðingarorlofi. Sem formaður félags- og tryggingamálanefndar fagna ég því, enda hefur nefndin þurft að standa að mikilli skerðingu á fæðingarorlofi hingað til og við töldum að ekki yrði lengra gengið. Ég fagna því mjög að ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir ætla að standa vörð um fæðingarorlofskerfið.