139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[15:51]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hagsmunasamtök heimilanna spruttu upp úr kerfishruninu, bankahruninu, en hafa sýnt og sannað að þeirra var fyllilega þörf. Það þurfti samtök til að gæta að heimilunum í landinu og þau voru ekki til staðar. Í þessum safnlið er lagt til að þeim verði útvegaðar um 2,5 millj. kr. í rekstur. Nánast hver einasta nefnd Alþingis hefur beðið Hagsmunasamtök heimilanna um álit. Þau hafa einnig verið kölluð til samráðs og í samráðshópa, nú síðast þegar farið var yfir þær tillögur sem ríkisstjórnin lagði til. Í þeim samráðshópi voru þau einu launalausu aðilarnir sem þó lögðu til ekki síðra framlag en aðrir sem voru þarna á háum launum. Ég held að við þurfum að gera betur. Við verðum að átta okkur á því, Alþingi og alþingismenn, að við þurfum að tryggja það að hagsmunasamtökin fái nægilega styrki til að (Forseti hringir.) reka sína stefnu.