139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[15:55]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Það er ástæða til að nefna það undir þessum lið að það er hálfdapurlegt að það þurfi að sérmerkja þetta verkefni. Engu að síður er það staðreyndin eftir að fimm ára samningur rann út um það nám sem þarna er veitt. Við þetta tilefni þakka ég sérstaklega varaformanni fjárlaganefndar vasklega framgöngu við að gera þetta að veruleika.