139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[16:05]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. OECD hefur gert úttekt á heilbrigðiskerfi þjóðarinnar og sú stofnun mat það svo að það væri ekki bara lofsvert heldur væri líka hver króna nýtt til hins ýtrasta, (Gripið fram í: Ne-ei.) það væri sem sagt hagkvæmni í kerfinu. (Gripið fram í.) Lestu nýjustu skýrslurnar, hv. þingmaður. Nú hefur komið fram að verið sé að draga til baka mikla hagræðingarkröfu. Það er vel en höfum eitt á hreinu, hluti af því er færður yfir á næsta ár þannig að samtals mun niðurskurður á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki verða 25% á næstu árum. Höfum líka annað á hreinu, það er ekki verið að draga til baka stefnuna sem var boðuð í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2011. Hún stendur. Við vitum að ef hagvaxtarspárnar verða eins slæmar og nú horfir (Forseti hringir.) verður líka aukinn hagvöxtur á árinu 2013 og þá verður stefnunni náð í gegn. (Forseti hringir.) Ég segi því nei við þessari tillögu.