139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[16:23]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hver hefði trúað því upp á hina svokölluðu norrænu velferðarríkisstjórn undir stjórn heilagrar Jóhönnu Sigurðardóttur, hæstv. forsætisráðherra, að í þessu fjárlagafrumvarpi yrði að finna (Gripið fram í.) þvílíka árás á konur og af konum? (Gripið fram í.) Í upphaflegu tillögunum var lagt til að afnema allar grindarbotnsaðgerðir á St. Jósefsspítala. (Gripið fram í.) Þar eru gerðar aðgerðir á 1.200 konum á ári. Þetta er ekki nóg, það er búið að slá aðeins í og nú er verið að tala um að sameina þessa deild Landspítalanum. Ég minni á að aðgerðir á St. Jósefsspítala eru langtum ódýrari en á Landspítalanum. Ég hafna þessu. Þetta er aðför að konum og á konur og hvers eiga konur að gjalda í þessu samfélagi sem er verið að búa til (Forseti hringir.) í þessu hræðilega fjárlagafrumvarpi?