139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[16:31]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Eins og fyrri ræðumaður gagnrýni ég þessi ófyrirséðu útgjöld upp á tæpa 4 milljarða kr. 4 þús. millj. kr. eru skildar eftir handa ríkisstjórninni til að ráðstafa í eitthvað sem heitir ófyrirséð. Ófyrirséð útgjöld eru ófyrirséð og óvænt, eins og t.d. í gengismálum, verðlagsmálum og vegna kjarasamninga. Ég heiti á ríkisstjórnina að nota þessa peninga þá í þau óvæntu útgjöld sem hér um ræðir en ekki einhver gæluverkefni og eitthvað annað sem (Gripið fram í.) kemur ekki nokkrum einasta manni við vegna alls niðurskurðarins sem er boðaður í þessu fjárlagafrumvarpi. Þetta er óásættanlegt. (Gripið fram í: Þetta fer allt í …) [Hlátur í þingsal.]