139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[16:33]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Hér er gert ráð fyrir ófyrirséðum útgjöldum og tilfærslum hjá fjölda stofnana og vegna fjölda verkefna. Ég hef ekkert við það að athuga að gert sé ráð fyrir ófyrirséðum útgjöldum. (Gripið fram í: Fyrr má nú …) Hins vegar vek ég athygli á því að hér eru stofnanir og verkefni eins og t.d. Þjóðmenningarhúsið og mér finnst rétt að nota þetta tækifæri til að vekja athygli á því að á sama tíma og við afgreiðum sársaukafullan niðurskurð hjá ýmsum velferðarstofnunum höldum við úti öðrum stofnunum sem hafa nákvæmlega ekkert velferðarhlutverk, eru einungis veislusalir og fundarhúsnæði eins og Þjóðmenningarhúsið. (Gripið fram í.) Ég hefði gjarnan viljað sjá Þjóðmenningarhúsinu lokað næstu tvö árin á meðan við erum að vinna okkur út úr skaflinum. (Gripið fram í.) [Kliður í þingsal.]