139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[16:35]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. 113. liður á í rauninni heima með 112. lið sem atkvæði voru greidd um áðan. Það sem ég vildi leggja áherslu á er að við framsóknarmenn ætlum að leggja fram breytingartillögur þar sem við boðum hækkun á þessum lið. Við teljum að það verði að gera betur vegna þess að gríðarlegur niðurskurður hefur orðið á samgöngumálum á landsvísu. Hann hefur fyrst og fremst bitnað á smærri samgönguverkefnum. Það má nefna einbreiðar brýr, olíuburð vega og almennt viðhald vega sem telja má nánast ófæra víða um land. Við teljum að hið aukna framlag muni skapa vinnu, ekki síst hjá hinum smærri verktökum sem hafa orðið afar illa úti í efnahagshruninu.