139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[16:37]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Hér eru gerðar verulegar breytingar til bóta varðandi Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og ég fagna því. Þar er um að ræða tvíþættar aðgerðir, annars vegar í tengslum við yfirfærslu málefna fatlaðra sem við sjálfstæðismenn styðjum af heilum hug og hins vegar er verið að leggja inn í jöfnunarsjóðinn aukið fé til að draga til baka þær fyrirhuguðu breytingar sem ætlunin var að gera á húsaleigubótum og bótakerfi landsmanna. Það er fagnaðarefni að þau áform sem birtust í fjárlagafrumvarpinu eru dregin til baka með þessum hætti.