139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[16:48]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Ég fagna þessari stefnubreytingu og því að nú eigi að opna bankabókina og hefja framkvæmdir í Neskaupstað og á Ísafirði. Það sem mig langaði til að segja um þetta er að þessar framkvæmdir hafa verið tafðar með einhverri aumustu afsökun sem ég hef heyrt, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn banni það að fara út í þessar framkvæmdir. Ég hef ekki heyrt þær aumari.

Eins og ég segi fagna ég þessu gríðarlega. Ég ólst sjálfur upp í Neskaupstað og var þar þegar snjóflóðin féllu og m.a. skyldmenni mín létust þannig að ég veit að þetta skiptir miklu máli fyrir hugarástandið á þessum stöðum. Það er mikilvægt að þetta mál skuli hafa fengið framgang.