139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[16:53]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F):

Frú forseti. Ég fagna þessari tillögu sem á að styrkja rekstur náttúrustofa vítt og breitt um landið. Þar hefur fjárlaganefnd þingsins þurft að taka frumkvæði enn eitt skiptið. Staðreyndin er sú að forstöðumenn þessara stofnana hafa þurft að ganga bónleiðir til borgarinnar og ræða við fjárlaganefnd og við ráðherra um hvort þar eigi að auka framlög til þessara stofnana á milli 1. og 2. umr. Þessu fyrirkomulagi verðum við að fara að breyta. Þær upphæðir sem hér eru lagðar til eiga að fara inn í fastan grunn til reksturs á þessum stofum sem standa undir stórmerkilegu starfi vítt og breitt um landið, mjög mikilvægu að mínu viti. Ég hvet hv. þingmenn og þá hæstv. ríkisstjórn sem mun semja næstu fjárlög, ég er ekki viss um að það verði sú sem situr í stólunum í dag, til að breyta þessu vegna þess að þetta fyrirkomulag er gjörsamlega óþolandi.