139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[17:00]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Ég geri athugasemd við þennan lið og greiði atkvæði gegn honum. Þetta eru allt of háar upphæðir, þetta slagar upp í 20% af öllum tekjum ríkissjóðs, rétt tæp 17%. Ég tel ekki haldið rétt á skuldamálum og skuldastýringu ríkissjóðs og að það hafi ekki verið gert síðan í hruninu. Allar OECD-þjóðir utan Íslands og Danmerkur eru með sérstaka sjálfstæða stofnun sem stýrir skuldum ríkissjóða. Það er talið nauðsynlegt til að koma að faglegri sérfræðiþekkingu í málinu. Danmörk er tekin sem dæmi í skýrslum OECD um hvernig hlutirnir eiga ekki að vera. Þeir eru með skuldastýringu sína í seðlabanka sínum eins og við erum með hér. Þeir hafa ekki þorað að tjá sig um Ísland enn þá og skuldastýringu okkar en við skulum vona að það sé ekki af vondu einu saman. Þetta er atriði sem þarf að breyta því að þetta slagar upp í 20% af tekjum ríkisins. Það verður að passa (Forseti hringir.) betur upp á þessa hluti en gert er nú.