139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[17:08]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Hér er verið að senda skattgreiðendum reikninginn vegna vanhugsaðrar ákvörðunar um afnám aflamarks í rækju sem þess utan er mögulega ólögleg. Eðlilegast hefði verið að falla frá þessari ákvörðun. Það er hins vegar ekki gert og því vil ég ekki standa í vegi fyrir því að Byggðastofnun verði gerð starfhæf. Með ákvörðun hæstv. ráðherra fór lögbundið eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar niður fyrir lögbundin mörk og við því þarf að bregðast með einhverjum hætti. Það er hins vegar áhyggjuefni að reikningurinn skuli sendur skattgreiðendum. Eðlilegra hefði verið að leiðrétta ranga ákvörðun.