139. löggjafarþing — 46. fundur,  13. des. 2010.

landsdómur og Icesave.

[10:48]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég gat ekki heyrt annað en hæstv. fjármálaráðherra væri að reyna að fría sig af landsdómsmálinu. Ég vil þá benda hæstv. fjármálaráðherra á að hann er formaður Vinstri grænna. Ég heyrði svar hæstv. ráðherra og hann skautaði mjög fram hjá því efnisatriði sem hann sjálfur og hans fólk lagði áherslu á í þinginu og er nú farinn að diskútera um hvaða tölu sé að ræða. Ég veit ekki hvort hann hefur gert mistök upp á nokkur hundruð milljarða eða bara 100 milljarða fyrir utan öll hin sem tengdust þessum samningi. Það væri kannski ágætt að fá þá betri útleggingu frá hæstv. ráðherra á því aftur eða réttara sagt biðja aftur um það.

Nú liggur það fyrir að það sem hann ásakaði hæstv. fyrrv. forsætisráðherra um á sínum tíma, hann greiddi atkvæði og getur ekki hlaupið frá því — af hverju leggur hann ekki sömu mælistiku á það sama mál og við erum að ræða? Ég bið hæstv. ráðherra að svara því skýrt.