139. löggjafarþing — 46. fundur,  13. des. 2010.

landsdómur og Icesave.

[10:50]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Ég var einfaldlega að vitna í þær tölur sem samninganefndin og sérfræðingar á hennar vegum hafa sjálfir sent frá sér. Það er það eina mat sem ég hef séð þar sem tiltekin aðferðafræði er lögð til grundvallar án núvirðisreikninga að vísu. Þar eru bættar endurheimtur í búið, innstæða í tryggingarsjóðnum og greiðsluáætlun búsins eins og hún liggur nú fyrir miðað við þá lausn sem þar er til staðar og áætlanir um inngreiðslu á næstu árum lagðar til grundvallar mati á því hvað þessir tveir mismunandi samningar hefðu kostar og niðurstaða nefndarinnar er að munurinn séu rúmir 100 milljarðar. Það er mjög ánægjulegt.

Mér finnst aðalatriðið að menn hljóti þá að gleðjast mjög yfir því að við eigum kost á því núna að klára þetta mál á jafnhagstæðan hátt og raun ber vitni — Icesave-málið ef hv. þingmaður er að tala um það. Ég vonast til þess að góð samstaða takist um það hér á þinginu, það skiptir mestu máli. (Gripið fram í.) Svar um hvað? (Gripið fram í.) Það gilda tiltekin lög í landinu og það er í höndum Alþingis að framkvæma þau.