139. löggjafarþing — 46. fundur,  13. des. 2010.

kostnaðargreining á spítölum.

233. mál
[13:18]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Fyrirspurn hv. þingmanns er athyglisverð og það er rétt að reyna að fá henni svarað þó síðar verði. Almennt verð ég þó að segja að ég held að sú stefnumörkun sem fjárlagafrumvarpsráðstafanirnar eru hluti af megi ekki týnast enda er hún ekki fundin upp í haust heldur fyrir mörgum árum, að ég hygg í tíð hv. þm. Sivjar Friðleifsdóttur sem heilbrigðisráðherra. Hún mótmælir því eða leiðréttir ef hún vill. Ég hygg að hún sé næsti ræðumaður.

Við eigum auðvitað að stefna að því að hér sé eitt Ísland og ekki munur á svæðum, hvorki höfuðborg eða landsbyggð og sérstaklega ekki innan landsbyggðarsvæðisins. Þá er eðlilegt að með betri samgöngum og auknu fjöri í mannheimum séu höfuðstöðvar sjúkrahúsanna á ákveðnum stöðum (Forseti hringir.) en heilsugæslan jöfn og söm um allt land.