139. löggjafarþing — 47. fundur,  14. des. 2010.

störf þingsins.

[11:37]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Virðulegi forseti. Í umræðu í síðustu viku varð mér á það mismæli að tala um að stöður í menntun heimilislækna á Íslandi væru ekki að fullu mannaðar. Það er rangt. Stöður menntaðra heimilislækna á Íslandi eru ekki að fullu mannaðar og ég vildi nota þetta tækifæri til að leiðrétta þessi mistök. Vandinn í heimilislæknamönnun á Íslandi er vissulega mikill og eins og hv. þingmenn hafa orðið varir við hefur farið fram töluverð umræða í blöðunum um þetta mál. Ég vildi halda því til haga að þarna urðu mér á mistök og mér finnst full ástæða til að leiðrétta þau á sama vettvangi.