139. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2010.

aðstoð við þurfandi.

[10:49]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Það gleður mig að heyra að verið sé að taka á þessu mikla vandamáli. Mig langar að ítreka þá áskorun mína að það verði í það minnsta tryggt að þeim sem þiggja örorkubætur verði greitt út 30. desember. Það er sá hópur sem á mjög erfitt og á hverjum einasta degi heyri ég sögur af fólki sem getur t.d. ekki farið í þessar biðraðir af því að það hefur ekki tök á að standa í svona löngum biðröðum eða treystir sér ekki út úr húsi af heilsufarsástæðum. Mig langar til að skora á ráðherra að eitthvað verði gert til að tryggja að fólk fái aðstoð. Ég hef heyrt svo skelfilegar sögur að maður á erfitt með að festa svefn á kvöldin.