139. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2010.

úrvinnslugjald.

185. mál
[11:16]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér er verið að leggja til álagningarhækkun sem bitnar á heimilum og atvinnulífinu öllu. Sem dæmi má efna hækkar úrvinnslugjald á heyrúlluplasti um 140%, olíuvörur 130%, leysiefni 114%, blýsýrurafgeymar um 40%, framköllunarefni um 17% og hjólbarðar um 167%. Svona má lengi telja. Framsóknarflokkurinn situr hjá við þessa miklu hækkun sem verið er að leggja á það atvinnulíf sem er starfandi enn.