139. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[11:54]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú er það svo að ekki er um niðurskurð til Keilis að ræða hér heldur viðbót upp á 22,6 millj. kr. Nú má vera að hv. þm. Ragnheiði Elínu Árnadóttur þyki það ekki nægilegt en á fundi sem hún vitnar til var farið yfir málefni Keilis og mig rekur ekki minni til að þar hafi sérstaklega verið rætt um fjármuni við 3. umr. Hins vegar var margítrekað á þeim fundi að yfir stæðu viðræður á milli Keilis og sveitarstjórnarmanna og sérfræðinga frá menntamálaráðuneytinu um framtíðarskipan þeirrar stofnunar. Það sem er nauðsynlegt fyrir Keili er framtíðarsýn og samningur til lengri tíma en eins árs í senn en hingað til hefur staða Keilis verið eins og hv. þingmanni er kunnugt. Á grundvelli þessa samnings (Forseti hringir.) og þessarar framtíðarsýnar verður síðan unnið áfram.