139. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[15:59]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég bið bara um svar við seinni hluta spurningar minnar sem var hvort það væri fordæmisgefandi að fjárlaganefnd fari inn í með þessum hætti, gegn vilja menntamálanefndar, og veiti sértækan stuðning við verkefnið sem er lögbundið verkefni grunnskólans. Ég óska eftir svari.

Ég ítreka hins vegar það sem ég sagði áðan. Það kann að vera að heildarmynd fjárlagafrumvarpsins hafi ekki verið breytt en innihald þess hefur breyst verulega í meðförum fjárlaganefndar og meðförum þingsins. Það kann að vera að það sé til bóta.