139. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[15:59]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi verkefnin sem hv. þingmaður vitnar til, sérkennsluverkefni í grunnskólum, ef ég hef tekið rétt eftir, hvort um fordæmisgefandi ákvörðun sé að ræða af hálfu fjárlaganefndar. Þar sem hér er um lögbundið verkefni sveitarfélaga að ræða en ekki ríkisins og hvort það sé til fyrirmyndar að fjárlaganefnd grípi til þessara ráðstafana þó svo menntamálanefnd hafi ekki mælt með því þá er hér ekki um nýjung að ræða af hálfu fjárlaganefndar eða ákvæðum fjárlaganefndar að slíkum verkefnum. Þess vegna er það ekki fordæmisgefandi að þessu sinni heldur en það hefur verið til þessa að mínu mati. Langur vegur frá því. Hér er sótt um til ýmissa verkefna, einnig þeirra sem er utan lögbundinnar skyldu grunnskóla að sjá nemendum sínum fyrir eins og þetta verkefni. Það er ekki lögbundin verkefni skólans að sinna verkefnum sem sótt er um. Þess vegna eru veittir fjármunir til þess í dag.