139. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[16:05]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta gengur ekki svona. Bara til að upplýsa að hallinn hefði verið 2.800 milljónir ef ekki hefði komið til gengishagnaður og þess vegna var hann 1.800 milljónir. Ríkisendurskoðandi benti á að ríkisstjórnin verður að móta stefnu í þessum málaflokki eins og öðrum, móta stefnu um það hvernig á að ná þessum markmiðum, ekki stjórn Sjúkratrygginga. Pólitíska línan verður að koma frá ríkisstjórninni og ríkisstjórnarmeirihlutanum — þetta ætti öllum að vera ljóst en ríkisendurskoðandi tók þetta sérstaklega fram — alveg eins og í öllum öðrum málaflokkum. Hv. þingmaður verður að upplýsa okkur, ekki segja að hann ætli að kanna málið, hann verður að upplýsa það þegar hann kynnir fjárlagafrumvarpið hvernig eigi að ná þessu. Ég fer fram á það við hv. þingmann að hann kynni pólitísku stefnuna í þessu eins og (Forseti hringir.) ríkisendurskoðandi hefur farið fram á að ríkisstjórnin og ríkisstjórnarmeirihlutinn geri.