139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[11:59]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ríkisstjórnin hefur hækkað vaxtabætur og ég fagna því. Hún hefur hins vegar líka lækkað barnabætur um tæpan milljarð kr. Hér er gerð tillaga um að það verði ekki gert og að um milljarður kr. verði settur til þessa málaflokks. Mér finnst leitt að horfa upp á að ekki sé stuðningur á Alþingi við það að bæta barnafólki sérstaklega, það er sá þjóðfélagshópur sem hefur farið hvað verst út úr hruninu, það er sá þjóðfélagshópur sem reynsla annarra landa sýnir að verði að gæta sérstaklega að í kreppunni. Ég harma þetta og ítreka að það er ekki gott að sjá að ríkisstjórnin greiðir atkvæði gegn þessari tillögu. Ég segi já.