139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:01]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Á næstu missirum á að leggjast í miklar stórframkvæmdir. Það sem ríkisstjórn hefur hins vegar gleymt er að það þarf líka að hugsa um viðhald vega. Það þarf að fækka einbreiðum brúm víðs vegar um landið til að auka umferðaröryggi. Samgöngur eru víðast hvar í algeru lamasessi. Lagt er til að 500 milljónir verði settar í almennt viðhald og 1 milljarður í fækkun einbreiðra brúa. Ég segi já, og hvet ríkisstjórnina til að endurskoða hug sinn í þessu máli. Þetta snýst líka um almenna smærri verktaka víðs vegar um land sem hafa átt gríðarlega erfitt í kreppunni.