139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:03]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Við framsóknarmenn sitjum hjá við atkvæðagreiðsluna. Hér er ríkisstjórnin og framkvæmdarvaldið að auka fjármuni til almenns potts við heilbrigðisstofnanir. Maður getur velt því fyrir sér hvort undirliggjandi ástæða sé að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og efnahagsstefna hans og ríkisstjórnarinnar geri það að verkum að ríkisstjórnin geti ekki komið til móts við heilbrigðisstofnanir eins og hún vill. Hún setur fjármuni fram hjá niðurskurðinum í heimild sem er eins konar ráðherrapottur sem menn geta síðan valsað um að vild á næsta ári eftir pólitískum behag-ástæðum.